Hide

Problem A
Armbeygjur

Languages en is

Hrefna byrjaði fyrir nokkru stranga æfingaráætlun til að reyna að bæta hversu margar armbeygjur hún getur gert. Á hverjum degi gerir hún eina fleiri armbeygju en daginn áður, sama hvað það tekur mikið á.

Þú sérð að þetta hefur skilað góðum árangri hjá henni og ert að íhuga hvort það væri gáfulegt að prófa þetta. En þú veist ekki hvað hún byrjaði á að gera margar armbeygjur fyrsta daginn. Aðspurð segist hún því miður ekki muna hvenær hún byrjaði nákvæmlega eða hversu margar armbeygjur hún byrjaði á að gera. Hins vegar er hún búin að telja allar armbeygjur samviskusamlega og getur því sagt þér að hún sé búin að gera $n$ armbeygjur samtals.

Inntak

Inntak inniheldur eina jákvæða heiltölu $n$, heildarfjöldi armbeygja sem Hrefna er búin að klára.

Úttak

Fyrir hvern fjölda armbeygja sem Hrefna hefði getað byrjað á skal prenta eina línu. Á þá línu eiga að koma fram tvær tölur $f$ og $d$ aðskilin með bili. Þetta merkir að Hrefna gæti verið búin með $n$ armbeygjur ef hún gerið $f$ armbeygjur fyrsta daginn og sé búin að vera að í $d$ daga samtals. Ávallt gildir að $f, d \geq 1$.

Prenta skal línur svo gildin $f$ séu í vaxandi röð.

Hrefna gerir aldrei mistök þegar það kemur að einhverju jafn mikilvægu og að telja armbeygjur, svo þú mátt gera ráð fyrir að það sé til að minnsta kosti eitt mögulegt úttak.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

$n \leq 20$

2

20

$n \leq 1\, 000$

3

20

$n \leq 1\, 000\, 000$

4

20

$n \leq 10^{12}$

5

20

$n \leq 10^{18}$

Sample Input 1 Sample Output 1
120
1 15
22 5
39 3
120 1
Sample Input 2 Sample Output 2
32
32 1

Please log in to submit a solution to this problem

Log in