Problem N
Gestalisti
Languages
en
is

Nýtt hótel hefur innleitt strangar reglur um aðgang, þar sem aðeins þeir sem eru á sérstökum gestalista fá aðgang. Vegna mikillar eftirspurnar og tæknilegra vandamála með að halda utan um listann á pappír, þarf að þróa skipanalínuforrit sem sér um að skrá, eyða og leita að nöfnum á listanum.
Inntak
-
Fyrsta línan inniheldur jákvæðu heiltöluna $N$, sem táknar fjölda skipana sem fylgja.
-
Næstu $N$ línur innihalda skipanir af eftirfarandi gerðum:
-
+ nafn – Bætir við nafni á gestalistann.
-
- nafn – Fjarlægir nafn af gestalistanum.
-
? nafn – Athugar hvort nafn sé á gestalistanum.
-
Nöfn innihalda aðeins ensku lágstafina a til z og hámarkslengd nafns eru 8 stafir. Aldrei verður beðið um að fjarlægja nafn sem er ekki á gestalista, eða bæta við nafni sem þegar er á gestalista.
Úttak
Fyrir hverja ? nafn skipun skal forritið prenta Jebb ef nafnið er á listanum, annars Neibb.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
20 |
Eingöngu ? nafn skipanir og $N \leq 20$. |
2 |
50 |
$N \leq 1\, 000$. |
3 |
30 |
$N \leq 200\, 000$. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
5 + alex ? alex ? eva + eva ? eva |
Jebb Neibb Jebb |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
8 + alex ? alex - alex ? alex + eva ? eva - eva ? eva |
Jebb Neibb Jebb Neibb |