Hide

Problem F
Maraþon

Languages en is
/problems/marathon2/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af commons.wikimedia.org

Konni ætlar að hlaupa maraþon í fyrsta skipti. Hann er búinn að redda sér öllum helsta búnaði sem þarf til að geta náð góðum tíma eins og vökvapoka til að geta stanslaust drukkið á meðan hlaupinu stendur. Honum langar að ná sem bestum tíma og því þarf hann aðstoð við að skipuleggja á hvaða drykkjarstöðum hann á að stoppa á til að fylla á vökvapokann.

Það tekur hann $Y$ sekúndur að fylla á vökvapokann sama hversu mikið vantar upp á og pokinn getur mest haldið $X$ml af vökva. Vökvapokinn byrjar fullur en fyrir hvern metra sem Konni hleypur þarf hann $1$ml af vökva. Ef Konni á engann vökva eftir þá þarf hann að skokka þangað til hann fær meira vatn.

Hjálpaðu Konna að finna út hvað er besti mögulegi tími sem hann getur hlaupið maraþonið á ef hann velur drykkjarstöðvarnar til að stoppa á á sem bestan máta.

Eins og flestir vita þá er lengdin á maraþoni $42\, 195$ metrar.

Inntak

Fyrsta lína inniheldur þrjár heiltölur, $0 \leq N \leq 1\, 000\, 000$ fjölda drykkjarstöðva, $0 \leq X \leq 10\, 000$ stærð vökvapokans í ml, $0 \leq Y \leq 100$ hversu langan tíma það tekur að fylla á vökvapokann.

Næsta lína inniheldur tvær heiltölur $1 \leq H \leq 10$, hraðann sem Konni hleypur á í metrum á sekúndu og $1 \leq S \leq H$, hraðann sem Konni skokkar á í metrum á sekúndu.

Næstu koma $N$ línur sem innihalda eina heiltölu, lína númer $i$ inniheldur staðsetningu drykkjarstöð númer $i$ gefið í metrum frá byrjunarlínu.

Úttak

Ein lína með tímanum sem Konni getur búist við að klára maraþonið gefið að hann velji drykkjarstöðvarnar á sem bestan máta í forminu $hh:mm:ss$.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

$H=S$

2

30

$N \leq 20$

3

30

$N \leq 2\, 500, X \leq 1\, 000$

3

20

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
1 1000 40
10 5
1000
02:17:59
Sample Input 2 Sample Output 2
5 500 20
8 3
100
800
1200
20000
30000
03:47:24

Please log in to submit a solution to this problem

Log in