Hide

Problem S
RauðTifa StuttKefli

Languages en is
/problems/raudtifastuttkefli/file/statement/is/img-0001.png
Mynd fengin af commons.wikimedia.org

Jarmína notar appið Rauðtifa Stuttkefli ansi mikið. Þetta er farið að taka svo mikinn tíma og hún er svo háð dópamíninu sem því fylgir að hún er nú búin að leita til Keppnisforritunarfélagi Íslands til að hámarka dópamín sitt á appinu.

Forritið sýnir henni myndbönd í fastri röð, hvert þeirra hefur einhverja lengd $L_i$, gefið í millisekúndum, og eitthvað ánægjustig $D_i$, gefið í dópamíneiningum. Það tekur $k$ millisekúndur að sleppa myndbandi og fara á næsta myndband. Ekkert dópamín fæst nema horft sé á heilt myndband.

Henni vantar nú að fá forrit sem segir henni bestu leiðina til að horfa á myndböndin svo hún nái sem allra mesta dópamíninu.

Getur þú hjálpað henni?

Fyrir hvert myndband þarf annað hvort að horfa á það eða nota $k$ millisekúndur til að sleppa því, nema tíminn renni út í miðjum klíðum.

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær heiltölur $n, k$, fjöldi myndbanda og fjöldi millisekúndna sem það tekur að sleppa myndbandi. Ávallt gildir að $1 \leq n \leq 1\, 000$ og $0 \leq k \leq 10^9$. Næst fylgja $n$ línur, $i$-ta þeirra lýsir $i$-ta myndbandinu í röðinni.

Á $i$-tu línu eru tvær heiltölur $L_i, D_i$, lengd myndbandsins í millisekúndum og fjöldi eininga af dópamíni sem fæst fyrir að horfa á það allt. Ávallt gildir að $0 \leq L_i \leq 100\, 000$ og $0 \leq D_i \leq 10^9$.

Loks fylgir ein lína með heiltölu $T$, heildarfjöldi millisekúndna sem Jarmína hefur. Ávallt gildir að $0 \leq T \leq 10^9$. Látum $S$ tákna heildarlengd allra myndbanda. Ávallt gildir að $0 \leq S \leq 100\, 000$. Myndböndin eru gefin í þeirri röð sem þau birtast á síma Jarmínar.

Úttak

Skrifaðu hámarksfjölda eininga af dópamíni sem Jarmína getur náð á $T$ millisekúndum.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

10

$n = 1$.

2

20

$n \leq 20$.

3

35

$k = 0$.

4

35

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
5 80
100 10
500 20
300 11
200 12
900 13
700
33

Please log in to submit a solution to this problem

Log in