Hide

Problem T
Reiknivél

Languages en is
/problems/reiknivel/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd eftir Christian Horvat, fengin af commons.wikimedia.org

Allt var í sómastandi hjá Reiknibílnum þar til allt í einu dóu rafhlöðurnar í reiknivélinni! Það var búið að slá mikilvæga tölu inn í reiknivélina sem ekki má gleyma, svo það þarf að laga þetta strax. Sem betur fer manstu hver talan var, vandinn er bara að slá töluna aftur inn. Reiknivélin er svolítið frumstæð og býður bara upp á nokkrar aðgerðir.

Getur þú fundið út úr því að slá inn töluna að aðgerðunum sem hún styður gefnum? Hún hefur aðeins pláss fyrir $8$ tölustafi á skjánum, svo ef búin er til tala sem kemst ekki fyrir í $8$ tölustöfum bilar reiknivélin og byrja þarf upp á nýtt! Sama gerist ef niðurstaðan er neikvæð, hún styður það ekki heldur. Þegar það kviknar fyrst á reiknivélinni er $0$ á skjánum.

Það er ekki mikil rafhleðsla eftir í reiknivélinni, svo við viljum gera þetta með sem skilvirkasta hætti. Hvað þarf mikla hleðslu til að slá inn töluna aftur í minnsta lagi?

Inntak

Fyrsta lína inntaksins inniheldur tvær heiltölur $A, X$. $A$ er fjöldi aðgerða sem reiknivélin styður og $X$ er talan sem þú vilt slá inn í reiknivélina. Ávallt gildir $1 \leq A \leq 5$ og $0 \leq X < 10^8$. Næst fylgja $A$ línur, hver lýsir einni aðgerð. Hver þeirra lína inniheldur op, $y$, $c$ þar sem $y, c$ eru heiltölur og op er einn af stöfunum +, -, * eða /. Þetta merkir að sú aðgerð beitir op á núverandi gildi reiknivélarinnar og $y$, með núverandi gildi sem fyrri tala. + og $y = 5$ bætir þá til dæmis $5$ við gildið á reiknivélinni. $c$ gefur hvað það tekur mikla hleðslu að framkvæma þessa aðgerð. Ávallt gildir að $0 \leq y \leq 9$ og $0 \leq c \leq 3$. Ef aðgerðin er / er $y \neq 0$. Deilingin er ávallt heiltöludeiling, svo niðurstaðan er rúnnuð í átt að $0$.

Úttak

Prentaðu lágmarkshleðslu sem þú þarft að nota til að reiknivélin sýni $X$. Ef engin leið er til að fá reiknivélina til að sýna $X$, prentaðu í staðinn Engin leid!.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

15

Einu aðgerðirnar eru + og *, $X \leq 1\, 000$.

2

15

Einu aðgerðirnar eru + og *.

3

40

$c \leq 1$.

4

30

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
5 1337
+ 4 1
* 2 0
- 1 3
/ 3 0
+ 3 2
1
Sample Input 2 Sample Output 2
5 1337
+ 4 1
* 2 0
- 0 3
/ 1 0
+ 3 2
8
Sample Input 3 Sample Output 3
5 1337
+ 4 1
* 2 0
- 0 3
/ 1 0
+ 8 2
Engin leid!

Please log in to submit a solution to this problem

Log in