Problem V
Slóðafinnandi
Languages
en
is

Atli er að plana að vera leikjahirðir í Slóðafinnanda spili með keppnisforritunarfélaginu. Arnar er búinn að útbúa sér karakter sem er rogue. Atli er að reyna skipuleggja hvernig Arnar getur fundið sér slóð þegar þeir spila, svo hann vantar að vita hversu marga reiti Arnar getur komist á í einni umferð.
Slóðafinnandi virkar þannig að það að spilasvæði er rúðustrikað og þannig skipt í ferninga. Það að færa sig af reit upp, niður, hægri eða vinstri telst sem $5$ fet. Það að færa sig á ská virkar aðeins öðruvísi hins vegar. Fyrsta skipti sem leikmaður færir sig á ská í einni umferð telst það sem $5$ fet. Næsta sinn telst það sem $10$ fet, svo næst sem $5$ fet og svo framvegis.
Inntak
Inntak inniheldur eina ekki neikvæða heiltölu $n$, fjölda feta sem Arnar getur fært sig í einni umferð í mesta lagi.
Úttak
Skrifaðu út fjölda reita sem Arnar kemst á. Upphafsreiturinn telst með.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
25 |
$n \leq 50$ |
2 |
25 |
$n \leq 1\, 000$ |
3 |
25 |
$n \leq 1\, 000\, 000$ |
4 |
25 |
$n \leq 10^{18}$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
5 |
9 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
15 |
37 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
121 |
1633 |