Problem P
Grafa holur
Languages
en
is

Til er gömul gáta sem spyr eftirfarandi: Ef fjórir vinnumenn eru fjóra tíma að grafa fjórar holur, hversu lengi eru tveir vinnumenn að grafa hálfa holu?
Við sjáum að hver vinnumaður er fjóra tíma að grafa holu, svo að því gefnu að þeir geta unnið saman að sömu holu ætti svarið þá að vera ein klukkustund. Hins vegar er svar gátunnar að ekki sé til neitt sem heitir hálf hola, sem er náttúrulega tóm vitleysa og einstaklega heimskulegt.
Því leysum við þetta hér með því að gefa að $n$ vinnumanns eru $h$ klukkustundir að grafa $x$ rúmmetra. Spyrjum svo hvað $m$ vinnumanns væru lengi að grafa $y$ rúmmetra. Þú mátt gera ráð fyrir að allir geta unnið af fullum krafti allan tímann og að allir séu jafn afkastamiklir.
Inntak
Inntak samanstendur af $5$ línum. Línurnar innihalda heiltölurnar $n, h, x, m, y$ í þeirri röð. Tölurnar eru allar á milli $1$ og $100$, báðir endapunktar þar með taldir.
Úttak
Prentaðu svar uppfærðu gátunnar. Þar sem svar getur verið kommutala telst svar rétt ef bein eða hlutfallsleg skekkja þess frá réttu svari er mest $1\% $. Því skiptir ekki máli hvað eru prentaðir margir aukastafir svo lengi sem það er nógu nákvæmt.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
50 |
Svarið er heiltala. |
2 |
50 |
Engar frekari takmarkanir. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
4 4 4 2 1 |
2.000000000000000 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
1 2 3 4 5 |
0.833333333333333 |