Hide

Problem X
ASCII kassi 3

Languages en is
/problems/asciikassi3/file/statement/is/img-0001.png
Mynd fengin af wikimedia.commons.org

Önnur forritunarkeppni, annað dæmi um ASCII kassa! Hingað til hefur öllum ASCII kössunum vantað eitthvað. Listaspírurnar í keppninni kvörtuðu yfir að það vantaði dýpt í þetta, svo í ár þarf að bæta við þriðju víddina í myndirnar.

Til að teikna kassann skal nota táknin +, -, |, / og x. Lóðréttar brúnir eru teiknaðar með | og láréttar brúnir með -. Hornpunktar kassans eru teiknaðir með + og / er fyrir brúnir sem liggja burt frá sjónarmiði okkar og loks er x notað ef tvær ekki samsíða brúnir kassans skarast á myndinni. Ef brún og hornpunktur skarast skal áfram tákna það með +.

Til að kassinn birtist rétt þarf að passa að setja réttan fjölda bila á undan og milli stafanna í hverri línu. Þar að auki má ekki prenta nein auka bil á eftir kassanum í hverri línu, heldur á að koma nýlínustafur beint á eftir seinasta tákni kassans í hverri línu.

Kassinn hefur einhverja tiltekna hæð $h \geq 1$, breidd $b \geq 1$ og dýpt $d \geq 1$. Lóðrétta brúnin eru þá $2$ stykki + og $(h - 2)$ stykki |, nema ef $h = 1$ þá er brúnin aðeins eitt +. Eins er lárétta brúnin $2$ stykki - og $(b - 2)$ stykki - og eins ef $b = 1$ er brúnin í staðinn aðeins eitt +.

Þetta myndar þá fremri hlið kassans, sem er $h \times b$ rétthyrningur. Ef $d > 1$ þarf næst að teikna $(d - 2)$ stykki $\texttt{/}$ sem liggja upp og til hægri frá öllum hornpunktum fremri hliðarinnar. Svo þarf að teikna aftari hlið kassans með sama hætti og fremri hlið við endann á $\texttt{/}$ rununni.

Inntak

Fyrsta og eina lína inntaksins inniheldur þrjár heiltölur $h, b, d$, hliðarlengdir kassans eins og lýst er að ofan.

Úttak

Prentið kassa með gefnu hliðarlengdunum, eins og lýst er að ofan. Hafið í huga að úttakið þarf að vera nákvæmlega rétt, meira að segja bilstafirnir.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

20

$1 \leq h, b, d \leq 3$.

2

30

$2 \leq h, b, d \leq 8$.

3

20

$d = 1, 1 \leq h, b \leq 100$.

4

30

$1 \leq h, b, d \leq 100$.

Sample Input 1 Sample Output 1
3 3 3
  +-+
 /|/|
+-+-+
|/|/
+-+
Sample Input 2 Sample Output 2
3 4 2
 +--+
+x-+|
|+-x+
+--+
Sample Input 3 Sample Output 3
4 1 3
  +
 /|
+ |
| +
|/
+
Sample Input 4 Sample Output 4
13 9 4
   +-------+
  /|      /|
 / |     / |
+--x----+  |
|  |    |  |
|  |    |  |
|  |    |  |
|  |    |  |
|  |    |  |
|  |    |  |
|  |    |  |
|  |    |  |
|  +----x--+
| /     | /
|/      |/
+-------+

Please log in to submit a solution to this problem

Log in