Hide

Problem H
ÍÆÍÆÓ

Languages en is
/problems/eieio/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd eftur Jónu Þórunn Ragnarsdóttur, fengin af commons.wikimedia.org

Jörmunrekur er orðinn þreyttur á að vera í öllum þessum forritunardæmum. Til að forðast tölvuheiminn ákvað hann að flytja út í sveit og gerast bóndi.

Auðvitað fóru svo hlutir úrskeiðis þegar hann var að draga í dilka í fyrsta sinn. Hann var að reyna telja hvað það voru margar kindur komnar í hólf, en vegna þess að aðrir viðstaddir voru í ullarpeysum taldi hann þá með líka. Svo þegar hann lauk talningu rann hann til og lenti flatur á jörðinni. Þetta var ekki sem verst þó hugsaði hann, því hann fékk þá hugmynd að telja lappirnar sem hann gat séð. Með þessar tvær tölur ætti hann að geta fundið svarið.

Inntak

Inntak samanstendur af tveimur línum. Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $n$, fjölda kinda og manneskja samtals, að Jörmunreki frátöldum. Önnur línan inniheldur heiltöluna $m$ sem táknar fjölda lappa sem hann taldi. Hann telur ekki eigin lappir. Engin vera viðstödd þessar réttir hefur verið limlest. Ef Jörmunrekur sér kind eða manneskju sér hann allar lappir þeirra.

Úttak

Skrifaðu út hvað það eru margar kindur sem Jörmunrekur taldi. Ef það getur ekki verið að Jörmunrekur taldi rétt, prentið í staðinn “Rong talning”.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

100

$0 \leq n, m \leq 1\, 000$

Sample Input 1 Sample Output 1
3
10
2
Sample Input 2 Sample Output 2
3
12
3
Sample Input 3 Sample Output 3
3
14
Rong talning

Please log in to submit a solution to this problem

Log in