Problem E
Gufustrókur
Languages
en
is

Oft rýkur gufa upp úr jörðinni kringum Kröflu. Eftir því hvernig vindáttin liggur getur gufustrókurinn þá legið í ólíkar áttir og ýmsar nytsamlegar upplýsingar geta fengist út frá því að rannsaka slíka gufustróka.
Rannsóknarteymi er búið að taka tvær myndir þar sem gufustrókurinn liggur í tvær ólíkar áttir. Hvað hefur vindáttin snúist mikið í minnsta lagi?
Stefna gufustróksins verður gefin sem gráðufjöldi frá norðri, svo norður er $0^{\circ }$, vestur er $90^{\circ }$, suður er $180^{\circ }$ og austur er $270^{\circ }$. Ein gráða austan við norður er þá $359^{\circ }$.
Til dæmis ef myndirnar eru $170^{\circ }$ og $100^{\circ }$ er svarið $70^{\circ }$, því gufustrókurinn getur snúið í báðar áttir. Eins ef myndirnar eru $355^{\circ }$ og $7^{\circ }$ er svarið $12^{\circ }$ því $359^{\circ }$ og $0^{\circ }$ eru aðlæg.
Inntak
Inntak samanstendur af tveimur línum. Fyrri línan gefur stefnu gufustróksins á fyrri mynd, gefin sem heiltala frá $0$ til $359$. Seinni línan gefur stefnu gufustróksins á seinni mynd, gefin sem heiltala frá $0$ til $359$.
Úttak
Prentaðu minnsta mögulega fjöldi gráða sem gufustrókurinn hefur snúist um milli mynda.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
100 |
Engar frekari takmarkanir. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
170 100 |
70 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
355 7 |
12 |