Problem T
Hámarks ósanngjörn sanngjörn IKEA ferð
Languages
en
is

Dagur og vinir hans voru í IKEA að kaupa húsgögn fyrir Framkvæmdastöð Keppnisforritunar (FK). Dagur er latur og nennir ekki að bera húsgögn alla leiðina til baka. Samt þurfa allir að bera jafn margar vörur, annað væri ósanngjarnt. Þess vegna hefur Dagur ákveðið að bera eins litla þyngd og hægt er.
Þú færð gefið $k$, fjöldi manns sem eru að bera vörur (Dagur og vinir hans), og lista af $n$ vörum og þyngdum þeirra. Finnið út úr hvaða vörum Dagur ætti að halda á til að lágmarka þyngd hlutanna sem hann þarf að bera.
Athugið að fjöldi fólks deilir ekki nauðsynlega fjölda vara, svo það geta ekki alltaf allir tekið nákvæmlega jafn margar vörur. Í þessum tilfellum mun Dagur yfirleitt reyna að taka færri vörur en hinir.
Dagur mun reyna að komast upp með að taka bara $\lfloor n/k \rfloor $ vörur. Það getur hins vegar komið upp sú staða að það yrði allt of augljóst að hann sé að sleppa ódýrar en aðrir. Ef það að taka $\lceil n/k \rceil $ léttustu vörurnar er strangt léttar en að taka næstu $\lfloor n/k \rfloor $ vörur í þyngdarröð tekur Dagur $\lceil n/k \rceil $ til að gera hlutina minna augljósa.
Tökum dæmi, ef það eru $7$ hlutir og $3$ að bera, sem sagt $n = 7$ og $k = 3$. Köllum þá vörurnar $v_1, v_2, \dots , v_7$ eftir að raða þeim í þyngdarröð. Þá mun Dagur taka $2$ hluti, nema ef $v_1 + v_2 + v_3 < v_4 + v_5$, þá tekur hann $3$ hluti í staðinn.
Ef það eru margar mögulegar lausnir, þá gerir Dagur upp á milli þeirra með því að taka frekar vörur sem eru ofar í gefna listanum.
Inntak
Inntak samanstendur af mörgum línum. Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $k$, fjölda einstaklinga að bera vörur. Næst kemur ein lína sem inniheldur eina heiltölu $n$, fjöldi vara sem var keypt í IKEA. Næst koma $n$ línur, listinn af vörum sem voru keyptar, þar sem hver lína inniheldur nafn einnar vöru og þyngd hennar. Hver þyngd er mest $100\, 000$. Sérhvert nafn er í mesta lagi 10 enskir bókstafir án bila, nöfn eru ekki tóm.
Úttak
Í fyrstu línu skalt þú rita heildarþyngd sem Dagur ber á öxlum sínum. Næstu línur skulu innihalda alla hluti sem Dagur ber á öxlum sínum í stafrófsröð, eitt í hverri línu.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
25 |
$1 \leq n,k \leq 10$, $k$ deilir $n$ |
2 |
25 |
$1 \leq n,k \leq 10$ |
3 |
25 |
$1 \leq n,k \leq 100\, 000$, $k$ deilir $n$ |
4 |
25 |
$1 \leq n,k \leq 100\, 000$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
2 2 EKET 123 VINTERFINT 234 |
123 EKET |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
1 2 VINTERFINT 234 EKET 123 |
357 EKET VINTERFINT |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
3 7 SILKESTRAD 124 VINTERFINT 21 EKET 12432 BERGGRAN 9283 BUSKBJORK 12 KLOKHET 2 TUVKORNEL 1 |
15 BUSKBJORK KLOKHET TUVKORNEL |