Problem F
Inputmaxxing
Languages
en
is

Bráhildur var að drepa tímann að skoða samfélagsmiðilinn Klukknatif. Hún var alltaf að rekast á ólík orð með viðskeytið “maxxing” og fór að velta fyrir sér hvað þetta þýðir. Sökum erfðafræðireynslu hennar datt henni fyrst í hug að þetta hefði eitthvað með MAX genið að gera, en svo virtist ekki vera. Hún hélt áfram að rannsaka samt, skoðaði stýrikerfið MAX, hamborgarakeðjuna MAX, söngvarann Max Schneider, íþróttamanninn Maxx Crosby, fataverslunina T J Maxx og margt fleira. En ekkert af þessu virtist hafa neitt með þetta að gera.
Hún kemst að þeirri niðurstöðu að þetta hlýtur bara að vera blátt áfram og að maður geti sett hvað sem er framan á orðið “maxxing” til að taka þátt í þessu. Svo er bara að hámarka það sem er skeytt framan á. “Inputmaxxing” hlýtur þá að vera frábær leið til að taka þátt í þessu.
Inntak
Fyrsta lína inntaksins inniheldur eina heiltölu $n$. Næst fylgja $n$ línur, hver með einni heiltölu $x_i$ sem uppfyllir $10 \leq x_i \leq 10^9$.
Úttak
Prentið “inputmaxxið”, það er að segja hæsta gildið í inntakinu.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
50 |
$n = 2$ |
2 |
50 |
$1 \leq n \leq 1\, 000$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
2 22 13 |
22 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
3 101 101 101 |
101 |