Problem N
Litagreining
Languages
en
is

Jón og Gunna rífast stundum um hvaða litur tilteknir hlutir eru. Er veggurinn grænn eða grængulur, er kjóllinn blár eða gylltur og svo framvegis. Til að leysa þennan vanda eru þau búin að útvega sér tæki sem mælir rauða, græna og bláa endurspeglaða ljósið, og gefur þrjár tölur. Þetta hefur hins vegar ekki leyst vandann því nú eru þau ósammála um hvaða gildi svara til hvaða lits. Því þarf nú að útbúa forrit sem leysir þann vanda.
Öll þrjú gildin eru á bilinu $0$ til $255$ og við táknum þau með $R$, $G$ og $B$. Ef $R$ er strangt hæsta gildið er svarið raudur. Ef $G$ er strangt hæsta gildið er svarið graenn. Ef $B$ er strangt hæsta gildið er svarið blar. Ef $R = G$ og $B$ er strangt minnsta gildið er svarið gulur. Ef $R = B$ og $G$ er strangt minnsta gildið er svarið fjolubleikur. Ef $G = B$ og $R$ er strangt minnsta gildið er svarið blagraenn. Ef öll gildin eru $0$ er svarið svartur. Ef öll gildin eru $255$ er svarið hvitur. Ef öll gildin eru jöfn, en ekki jöfn $0$ né $255$ er svarið grar. Annars ef ekkert á við er svarið othekkt.
Inntak
Inntak inniheldur eina línu með þremur heiltölum $R$, $G$, $B$ sem eru aðskilin með bili. Ávallt gildir að $0 \leq R, G, B \leq 255$.
Úttak
Skrifaðu út litinn sem gildin svara til, eins og lýst er að ofan.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
50 |
$R, G$ og $B$ eru ólík. |
2 |
50 |
Engar frekari takmarkanir. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
200 20 25 |
raudur |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
78 78 78 |
grar |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
30 170 170 |
blagraenn |