Hide

Problem P
Nafnauki

Languages en is
/problems/nafnauki/file/statement/is/img-0001.png
Mynd eftir Yashar, fengin af commons.wikimedia.org

Geir er ekkert sérstaklega vel að sér í tölvumálum, svo þegar það kemur að því að opna skrár getur hann oft lent í vandræðum. Þetta truflar oft kennslu hans, þar sem hann þarf stundum að opna skrár í tíma til að sýna nemendum sínum. Til þess að flýta fyrir hlutum útbjó vinkona hans lista af nafnaukum á skrám (file extensions á ensku, einnig þekkt sem skrárending) og hvað hann ætti að gera fyrir hverja þeirra. Til dæmis stóð að fyrir MP4 gæti hann tvísmellt til að opna skrána, svo tvísmellt til að þekja allan skjáinn, smella til að hefja myndband og loks færa músina burt af skjánum.

Þetta var allt gott og blessað, en þegar það kom að því að nýta þennan lista fattaði Geir að hann hefði ekki hugmynd hvernig hann ætti að vita hvaða nafnauki væri á skránni. Getur þú hjálpað honum?

Nafnauki á skrám er ávallt einn til fimm stafir. Finna má nafnaukann með því að taka allt sem kemur eftir síðasta punktinum í nafninu á skránni.

Inntak

Inntak er ein lína, skrárheiti skrárnar sem Geir er að reyna opna. Skrárheitið inniheldur aðeins ensku stafina a til z, tölustafina $0$ til $9$ ásamt punktum. Stafirnir geta verið há- og lágstafir. Skrárheitið mun alltaf hafa gildan nafnauka, eins og lýst er að ofan. Skrárheitið er mest $32$ stafir samtals.

Úttak

Skrifaðu út nafnauka skrárnar, með punkti.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

30

Nafnaukinn er nákvæmlega 3 stafir.

2

40

Það er nákvæmlega einn punktur í skrárheitinu.

3

30

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
myndband.mp4
.mp4
Sample Input 2 Sample Output 2
model.blend
.blend
Sample Input 3 Sample Output 3
data.tar.gz
.gz

Please log in to submit a solution to this problem

Log in