Problem Q
O-ó, það er komin nótt!
Languages
en
is

Alex er að spila heimsfræga leikinn Minecraft og er búin að vera að ferðast í allan dag að reyna að finna hið fullkomna landasvæði fyrir bækistöð sína. Það sem hún gerir sér ekki grein fyrir er að á þeim tíma sem hún hefur ferðast hefur komið nótt, o-ó! Hún áttar sig aðeins á því þegar hún byrjar að sjá skrímsli birtast og verður gripin af hræðslu því hún hefur einungis bera hnefa til að verja sig, sem er óskynsamlegt. Hún þarf að byggja tímabundna bækistöð og fljótt! Hjálpaðu Alex að finna fjölda moldarkubba sem hún mun þurfa fyrir þessa bækistöð sína.
Tímabundna bækistöðin er réttstrendingur sem er tómur að innan svo að Alex geti verið örugg alla nóttina. Allir fjórir veggir hafa þykkt $1$ með hæð að innan sem $h-1$. Þar sem Alex er $2$ að hæð og $1$ á lengd og breidd þarf húsið þá að vera að minnsta kosti $3$ á hvern kant og jörðin er þegar gerð úr moldarkubbum.
Inntak
Fyrsta línan inniheldur eina heiltölu $i$, fjölda hliðarlengdir sem við fáum í inntaki. Næst fylgja $i$ línur, fyrir hversu margar hliðarlengdir okkur er gefið fáum við eftirfarandi:
-
Ef $i = 1$, við fáum einungis eina hliðarlengd sem inniheldur eina heiltölu $l$, sem táknar breidd og lengd, og í þessu tilfelli er hæðin alltaf 3.
-
Ef $i = 2$, við fáum tvær hliðarlengdir sem innihalda tvær heiltölur $b$ og $l$, sem táknar breidd og lengd í sitt hvoru lagi, og í þessu tilfelli er hæðin alltaf 3.
-
Ef $i = 3$, við fáum þrjár hliðarlengdir sem innihalda þrjár heiltölur $b$, $l$, og $h$, sem táknar breidd, lengd, og hæð í sitt hvoru lagi.
Úttak
Heildarfjöldi moldarkubba sem Alex mun þurfa til að lifa af nóttina gegn skrímslunum.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
10 |
Inntakið samsvarar $3 \times 3$ húsi með lágmarkshæð. |
2 |
20 |
$i = 1$, og $3 \leq l \leq 100$ |
3 |
30 |
$i = 2$, og $3 \leq b,l \leq 100$ |
4 |
40 |
$i = 3$, og $3 \leq b,l,h \leq 100$ |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
1 4 |
40 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
2 5 6 |
66 |
Sample Input 3 | Sample Output 3 |
---|---|
3 8 10 4 |
176 |