Hide

Problem V
Spilaröðun

Languages en is
/problems/spilarodun/file/statement/is/img-0001.jpg
Mynd fengin af commons.wikimedia.org

Atli á alveg hrottalegt magn af spilum og lendir stundum í vandræðum með að halda þeim skipulögðum. Því hugsaði hann að það gæti verið gott að búa til rafrænan gagnagrunn fyrir spilin sín.

Gagnagrunnurinn þarf að bjóða upp á að raða á nokkra ólíka vegu. Til þess að tala um þær leiðir skulum við fyrst fara yfir hvaða upplýsingar eru á einu spili.

Hvert spil hefur nafn, til dæmis ,,Bláeygður hvítur dreki“ eða ,,Dimmur Seiðkarl“. Nöfn innihalda ávallt bara enska stafi og bil, og eru mest $32$ stafir. Nafn mun hvorki byrja né enda á bili og eru ekki tóm. Einnig hefur hvert spil átta stafa ID tölu, til dæmis 55144522. Engin tvö ólík spil hafa sama ID. Einnig hefur hvert spil flokk og mögulega undirflokk. Við gefum flokkana og undirflokkana í þeirri röð sem á að raða þeim. Þeir eru

  • Skrimsli

    • Venjulegt

    • Ahrifa

    • Bodunar

    • Samruna

    • Samstillt

    • Thaeo

    • Penduls

    • Tengis

  • Galdur

    • Venjulegur

    • Bunadar

    • Svida

    • Samfelldur

    • Bodunar

    • Hradur

  • Gildra

    • Venjuleg

    • Samfelld

    • Mot

  • Annad

Þetta þýðir að Skrimsli hefur undirflokkinn Thaeo, sem kemur á undan undirflokknum Tengis og svo framvegis. Einnig er Gildra á eftir Galdur sama hvaða undirflokk er að ræða. Annad hefur enga undirflokka.

Loks hefur hvert spil útgáfudagsetningu, gefið á forminu yyyy-mm-dd sem gefur ár, mánuð og dag á ISO-8601 sniði.

Inntak

Inntak byrjar á línu með heiltölu $1 \leq n \leq 1\, 000$. Svo fylgja $n$ línur, hver með einu spili. Á þeirri línu verður nafn, ID, flokkur og útgáfudagsetning spilsins gefin, aðskilin með kommum. Ef flokkurinn hefur undirflokk er það gefið á forminu flokkur - undirflokkur.

Loks kemur lína með orðunum nafn, id, flokkur og dagsetning aðskilin með bilum í einhverri röð. Raða á spilunum eftir því sem kemur fyrst, leysa jafntefli með því sem kemur næst og koll af kolli.

Nöfn eru röðuð í stafrófsröð, ID í stærðarröð með minnstu fremst, flokkar í röðinni að ofan og dagsetningar í tímaröð með elsta fremst. Stafrófsröðin er eftir ASCII gildi sem þýðir að bil kemur fremst, svo stórir stafir, svo litlir. Flest forritunarmál raða strengjum svona.

Úttak

Eftir að búið er að raða spilunum í rétta röð, prentið nafnið á hverju spili í þeirri röð. Prentið eitt spil á hverja línu.

Stigagjöf

Hópur

Stig

Takmarkanir

1

5

$n = 1$.

2

10

Raða á eftir nafni fyrst.

3

15

Raða á eftir ID fyrst.

4

20

Raða á eftir flokki fyrst og svo ID.

5

20

Raða á eftir dagsetningu fyrst, svo flokki og svo nafni.

6

30

Engar frekari takmarkanir.

Sample Input 1 Sample Output 1
7
Graedgiskrukka, 55144522, Galdur - Venjulegur, 2004-03-01
Afsaladur, 64631466, Skrimsli - Bodunar, 2004-10-12
Ojama toki, 00000000, Annad, 2017-07-01
Alvarlegur domur, 41420027, Gildra - Mot, 2004-12-01
OrlogsHETJA Demantagaur, 13093792, Skrimsli - Ahrifa, 2006-05-17
Sa bannadi, 33396948, Skrimsli - Ahrifa, 2004-10-12
Kvenharpiasystur, 12206212, Skrimsli - Ahrifa, 2004-10-12
nafn id flokkur dagsetning
Afsaladur
Alvarlegur domur
Graedgiskrukka
Kvenharpiasystur
Ojama toki
OrlogsHETJA Demantagaur
Sa bannadi
Sample Input 2 Sample Output 2
7
Graedgiskrukka, 55144522, Galdur - Venjulegur, 2004-03-01
Afsaladur, 64631466, Skrimsli - Bodunar, 2004-10-12
Ojama toki, 00000000, Annad, 2017-07-01
Alvarlegur domur, 41420027, Gildra - Mot, 2004-12-01
OrlogsHETJA Demantagaur, 13093792, Skrimsli - Ahrifa, 2006-05-17
Sa bannadi, 03396948, Skrimsli - Ahrifa, 2004-10-12
Kvenharpiasystur, 22206212, Skrimsli - Ahrifa, 2004-10-12
id nafn flokkur dagsetning
Ojama toki
Sa bannadi
OrlogsHETJA Demantagaur
Kvenharpiasystur
Alvarlegur domur
Graedgiskrukka
Afsaladur
Sample Input 3 Sample Output 3
7
Graedgiskrukka, 55144522, Galdur - Venjulegur, 2004-03-01
Afsaladur, 64631466, Skrimsli - Bodunar, 2004-10-12
Ojama toki, 00000000, Annad, 2017-07-01
Alvarlegur domur, 41420027, Gildra - Mot, 2004-12-01
OrlogsHETJA Demantagaur, 13093792, Skrimsli - Ahrifa, 2006-05-17
Sa bannadi, 33396948, Skrimsli - Ahrifa, 2004-10-12
Kvenharpiasystur, 12206212, Skrimsli - Ahrifa, 2004-10-12
flokkur id nafn dagsetning
Kvenharpiasystur
OrlogsHETJA Demantagaur
Sa bannadi
Afsaladur
Graedgiskrukka
Alvarlegur domur
Ojama toki
Sample Input 4 Sample Output 4
7
Graedgiskrukka, 55144522, Galdur - Venjulegur, 2004-03-01
Afsaladur, 64631466, Skrimsli - Bodunar, 2004-10-12
Ojama toki, 00000000, Annad, 2017-07-01
Alvarlegur domur, 41420027, Gildra - Mot, 2004-12-01
OrlogsHETJA Demantagaur, 13093792, Skrimsli - Ahrifa, 2006-05-17
Sa bannadi, 33396948, Skrimsli - Ahrifa, 2004-10-12
Kvenharpiasystur, 12206212, Skrimsli - Ahrifa, 2004-10-12
dagsetning flokkur nafn id
Graedgiskrukka
Kvenharpiasystur
Sa bannadi
Afsaladur
Alvarlegur domur
OrlogsHETJA Demantagaur
Ojama toki
Sample Input 5 Sample Output 5
7
Graedgiskrukka, 55144522, Galdur - Venjulegur, 2004-03-01
Afsaladur, 64631466, Skrimsli - Bodunar, 2004-10-12
Ojama toki, 00000000, Annad, 2017-07-01
Alvarlegur domur, 41420027, Gildra - Mot, 2004-12-01
OrlogsHETJA Demantagaur, 13093792, Skrimsli - Ahrifa, 2006-05-17
Sa bannadi, 33396948, Skrimsli - Ahrifa, 2004-10-12
Kvenharpiasystur, 12206212, Skrimsli - Ahrifa, 2004-10-12
flokkur dagsetning nafn id
Kvenharpiasystur
Sa bannadi
OrlogsHETJA Demantagaur
Afsaladur
Graedgiskrukka
Alvarlegur domur
Ojama toki

Please log in to submit a solution to this problem

Log in