Problem D
Vegabréfadagsetningar
Languages
en
is

Hann Konráð er búinn að útvega sér stóran stafla af Íslenskum vegabréfum (ekki spyrja, ekki segja frá heldur). Nú er hann kominn með það skemmtilega verk að vinna úr öllum þeim gögnum. Hann setti upp lítinn vélmannaarm til að sjá um að taka mynd af mikilvægustu síðunni í hverju vegabréfi, og notaði svo myndavinnslu til að fá textann yfir á hreint form í tölvunni sinni. Þetta var náttúrulega einfaldi hlutinn, og nú er komið að flókna hlutanum. Að breyta sniði gagnanna yfir í ISO-8601 staðalinn.
Hann hefur fullt af línum af texta tekinn úr vegabréfum sem er á forminu dd ISM /ENM yy þar sem dd er dagur mánaðarins, ISM er þriggja stafa íslenskt mánaðarheiti, ENM er þriggja stafa enskt mánaðarheiti og yy eru síðustu tveir stafirnir í ártalinu. Þetta segir sem sagt til um hvenær vegabréfin renna út.
Hann vill fá þetta yfir á formið yyyy-mm-dd þar sem yyyy er fullt ár, mm er mánuður og dd er dagur. Allar tölur í þessu og að ofan eru með fastan fjölda stafa, svo $7$ verður til dæmis 07.
Öll vegabréfin renna út á tímabilinu $2015$ til $2035$. Dagsetningin þegar þessi keppni á sér stað er áttundi mars árið $2025$.
Íslensku mánaðarheitin eru JAN, FEB, MAR, APR, MAÍ, JÚN, JÚL, ÁGÚ, SEP, OKT, NÓV, DES.
Ensku mánaðarheitin eru JAN, FEB, MAR, APR, MAY, JUN, JUL, AUG, SEP, OCT, NOV, DEC.
Inntak
Ein lína úr vegabréfi eins og lýst er að ofan.
Úttak
Dagsetningin úr vegabréfinu á ISO-8601 formi, eins og lýst er að ofan.
Stigagjöf
Hópur |
Stig |
Takmarkanir |
1 |
10 |
Allar dagsetningar í inntaki eru dagurinn í dag (keppnisdagur). |
2 |
25 |
Allar dagsetningar í inntaki eru í þessum mánuði (keppnisdags). |
3 |
50 |
Allar dagsetningar eru árið $2024$. |
4 |
15 |
Engar frekari takmarkanir. |
Sample Input 1 | Sample Output 1 |
---|---|
08 MAR /MAR 25 |
2025-03-08 |
Sample Input 2 | Sample Output 2 |
---|---|
08 OKT /OCT 24 |
2024-10-08 |