- Keppendur, dómarar og aðstoðarfólk mega vera í stofum á meðan keppnin stendur yfir.
- Dómarar og aðstoðarfólk mega vera í stofum á meðan hádegishlé stendur yfir.
- Öðrum er óheimilt að vera í stofunum nema í fylgd yfirdómara.
- Keppendur mega tala innan eigin liðs og við dómara og aðstoðarfólk á meðan keppnin stendur yfir.
- Í hádegishléinu er keppendum leyfilegt að tala við aðra, en ekki um verkefnin.
- Til dæmis má ekki hringja í aðra manneskju eða senda spurningar á spjallborði, samfélagsmiðlum eða öðrum samskiptaforritum þar sem önnur manneskja getur svarað spurningunni.
- Ef það er einhver spurning sem keppandi vill spyrja varðandi keppnina á meðan hún stendur yfir, skal spyrja í gegnum Clarifications á Kattis eða tala við dómara í stofunni.
- Hver meðlimur liðs má vera með eina tölvu og hámark einn skjá.
- Fartölvuskjár telst sem skjár.
- Það má koma með utanáliggjandi lyklaborð og auka mús við fartölvu.
- Það má koma með heyrnartól.
- Það má koma með vasareikni.
- Keppendur skulu tryggja að þeir séu ekki að trufla aðra keppendur með óþarfa hávaða, til dæmis úr tölvunni sinni, hávær vélræn lyklaborð eða með því að tala of hátt.
- Óheimilt er að nota síma, snjallúr, í keppninni.
- Setja skal síma, snjallúr og önnur stafræn tæki í töskuna sína.
- Ekki má nota stórt mállíkan (LLM) í keppninni til að leysa verkefnin. Dæmi um LLM eru ChatGPT, Gemini, LLama, Claude, Grok, Copilot, Tabnine, og fleiri.
- Það má leita á netinu.
- Það má koma með bækur.
- Það má koma með forskrifaðan kóða.
- Það má ekki taka mat með í stofurnar.
- Það má vera með drykki í lokuðu íláti.
- Passa að ganga snyrtilega um stofuna.